
Ásgeir Ásgeirsson forseti og Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú í heimsókn í Norður-Ísafjarðarsýslu árið 1958. Móttökunefnd tekur á móti gestum í Langadal. Reykjaskóli heimsóttur. Ásgeir og fylgdarlið um borð í Varðskipinu Þór að veiða, allir í spariklæddir. Ásgeir sýnir aflann, tvo stóra þorska. Móttaka á bryggjunni í Bolungarvík og gengið um bæinn. Forseti að lokum kvaddur.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gengdi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.
Kvikmyndataka
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina