Myndir

Ásgeir Ásgeirsson á Rangárvöllum og Skaftafellssýslu

1956, 32 min., Þögul
DA

Ásgeir Ásgeirsson forseti og Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú í opinberri heimsókn í Rangárvallasýslu 25. og 26. ágúst árið 1956. Forsetabíllinn, sem er svartur Buick, kemur akandi við Elliðaár. Nokkur augnablik við Ölfusá. Móttaka fyrir forseta við Þjórsárbrú í Rangárvallasýslu þar sem Björn Björnsson sýslumaður og Ingólfur Jónsson alþingismaður taka á móti þeim. Í Gunnarshólma í Landeyjum er fjölmenn móttaka fyrir forsetahjónin. Skógafoss og Skógaskóli þar sem forsetahjónin gistu um nóttina. Heimsókn á Hellu og guðsþjónusta í Oddakirkju þar sem séra Sigurður Einarsson prédikaði.

Forsetaheimsókn 1. og 2. september 1956 í V-Skaftafellssýslu. Forsetahjónin Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir ásamt syninum Þórhalli Ásgeirssyni aka  yfir Jökulsá á Sólheimasandi í forsetabílnum. Jón Kjartansson sýslumaður tekur á  móti þeim ásamt sýslunefnd. Ferðast um héraðið að Kirkjubæjarklaustri þar sem grafir Lárusar Helgasonar og Elínar Sigurðardóttur með lágmyndum eftir Ríkarð Jónsson eru heimsóttar. Móttaka og messa í Vík í Mýrdal. Hjörleifshöfði og Dyrhólaey heimsótt. Ferðinni lýkur að Keldum.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.

 

 

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk