Myndin hefst á því að Gunnar Huseby kúluvarpari fær konungsbikarinn sem veittur var þeim sem náði besta afrekinu á 17. Júní mótinu, líklega árið 1945. Gunnar hlaut bikarinn árin 1941, 1944-1946 og 1948-1951. Bíkarinn afhendir Benedikt G. Waage forseti ÍSÍ. Einnig sést Erlendur Ó. Pétursson formaður KR með gjallarhorn stjórna mótinu.
Myndir af Lækjargötu og Bankastræti. Fólk á gangi í miðbæ Reykjavíkur. Líklega árið 1945.
Strandferðaskipið Esjan leggst að bryggju í Reykjavík mánudaginn 9. júlí 1945 með Íslendinga frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Mannfjöldi safnast saman við bryggjuna. Mikil eftirvænting var í Reykjavík og var hún fánum skreytt enda margir farþeganna að koma heim eftir langa dvöl erlendis í stríðinu. Emil Jónsson samgöngumálaráðherra flytur ræðu. Fólk gengur frá borði, miklir fagnaðarfundir. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri á þilfarinu. Sést yfir mannfjöldann sem safnast hafði saman við höfnina vegna þessa gleðidags.
Tegund
Efnisorð
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina