DA
                Súðarleiðangurinn til Grænlands 1949 á vegum Útvegs H/F. Skipstjóri var Bernharður Pálsson, en leiðangursstjóri var Steindór Hjaltalín. Súðin lagði upp frá Reykjavík í júlí árið 1949 og hafði bækistöð í Færeyingahöfn á Grænlandi. Um borð í Súðinni var 60-70 manna áhöfn, þar af 30-40 ungar íslenskar konur. Þá fóru einnig með sem farþegi Stefán Jónsson fréttamaður Ríkisútvarpsins, Örlygur Sigurðsson listmálari og Árni Stefánsson bifvélavirki, sem tók þessa mynd í ferðinni. Myndin sýnir lífið um borð í skipinu en einnig stórmerkilegar myndir af heimsókn Íslendinganna upp á land þar sem heimafólk var heimsótt. Fallegar myndir af þorpum, hundahaldi og kajakróðri setja mikinn svip á þessa einstöku mynd.
Efnisorð
Leikstjórn
                          
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina