Myndir

Kristján Eldjárn - Sauðárkrókur 1969

1969, 5 min., Þögul
DA

Forsetahjónin Kristján Eldjárn og Halldóra Eldjárn í opinberri heimsókn á Norðurlandi í ágúst árið 1969. Kirkjutorg á Sauðárkróki, bæjarbúar hafa fjölmennt til að taka á móti forsetahjónunum. Jóhann Salberg Guðmundsson, bæjarfógeti á Sauðárkróki, gengur með forsetahjónunum. Guðjón Ingimundarson, forseti bæjarstjórnar, flytur ávarp. Forsetahjónunum er svo sýndur bærinn og haldin er veisla forsetahjónunum til heiðurs í félagsheimilinu Miðgarði. Að lokum kveðja forsetahjónin Sauðárkrók.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum. Þessi kvikmynd er ein afar fárra sem hann tók af embættisverkum Kristjáns Eldjárns. Gunnar Geir Vigfússon, sonur Vigfúsar, tók svo við hlutverki hans sem ljósmyndari forsetaembættisins.

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk