
Ólafur Noregskonungur í opinberri heimsókn á Íslandi 31. maí til 3. júní árið 1961. Mannfjöldi tekur á móti konungi sem keyrir í gegnum Reykjavík. Í Fossvogskirkjugarði leggur Ólafur konungur blómsveig á minnisvarða um fallna Norðmenn í Síðari heimsstyrjöldinni. Norskir sjóliðar marsera hjá Fossvogskapellu. Ólafur konungur heimsækir Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið þar sem Kristján Eldjárn þjóðminjavörður tekur á móti honum. Forseti og Noregskonungur við Bessastaðirkirkju og á Þingvöllum. Farið með lóðsbáti um borð í konungssnekkjuna Norge ásamt Pétri Sigurðssyni forstjóra Landhelgisgæslunnar, Sigurði Sigurjónssyni lögreglustjóra og ráðherrum. Komið í land í Hvalfirði og Reykholt í Borgarfirði heimsótt. Stutt skot af Bifröst.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina