Myndir

Sveinn Björnsson við Ísafjarðardjúp

1951, 23 min., Þögul
DA

Sveinn Björnsson í opinberri heimsókn á Vestfjörðum haustið 1951. Þann 1. september kemur hann að Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi og tekið er vel á móti honum og föruneyti hans. Ferðast út til Ísafjarðar með varðskipinu Ægi, komið við í Vigur á leiðinni. Sveinn heldur akandi á Flateyri þar sem safnast er saman í samkomuhúsinu. Önundarfjörður heimsóttur ásamt Núpi í Dýrafirði. Kafari sýnir forseta réttu handtökin um borð í Ægi. Komið við á Hrafnseyri og Jón Sigurðsson heiðraður. Bíldudalur einnig heimsóttur sem og Patreksfjörður. Myndinni líkur með myndum af ferð forsetans að Hólum í Hjaltadal.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk