
Sveinn Björnsson í opinberri heimsókn á Vestfjörðum haustið 1951. Þann 1. september kemur hann að Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi og tekið er vel á móti honum og föruneyti hans. Ferðast út til Ísafjarðar með varðskipinu Ægi, komið við í Vigur á leiðinni. Sveinn heldur akandi á Flateyri þar sem safnast er saman í samkomuhúsinu. Önundarfjörður heimsóttur ásamt Núpi í Dýrafirði. Kafari sýnir forseta réttu handtökin um borð í Ægi. Komið við á Hrafnseyri og Jón Sigurðsson heiðraður. Bíldudalur einnig heimsóttur sem og Patreksfjörður. Myndinni líkur með myndum af ferð forsetans að Hólum í Hjaltadal.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.
Kvikmyndataka
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina