Opinber heimsókn Sveins Björnssonar forseta um Austurland í ágúst 1944. Íþróttafólk stendur heiðursvörð fyrir forsetann, fremstur í flokki er Stefán Þorleifsson, íþróttakennari, með íslenska fánann. Fólk safnast saman í Skrúðgarðinum í Neskaupstað og þar heldur Sveinn Björnsson ræðu. Ung stúlka afhendir Sveini blómvönd, líklega María Kolbrún Thoroddsen. Kór syngur í Skrúðgarðinum og síðar er sundlaugin í Neskaupstað skoðuð (síðar Stefánslaug, nefnd eftir Stefáni Þorleifssyni). Síðan er gengið um bæinn áður en forsetinn er kvaddur á bryggjunni þar sem aftur er saman kominn fjöldi fólks.
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina