Flugvél American Overseas Airlines á Keflavíkurflugvelli. Sjá má bandaríska flugmenn við hlið vélarinnar og farþega stíga frá borði.
Staðsetning
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Fjögurra hreyfla flugvélin er Douglas DC-4 frá American Overseas Airlines. Bláa tveggja hreyfla flugvélin er De Havilland dH-98 Mosquito frá RAF Transport Command. Fjögurra hreyfla flugvélin sem kemur í mynd þar á eftir er Avro York einnig frá RAF Transport command.
Myndskeiðið af þessum tveimur bresku herflugvélum er tekið milli 12 og 14 júlí 1948, en þessar flugvélar voru fylgdarvélar 6 De Havilland Vampire orrustuþotna sem komu hingað seinni part dags þann 12 og fóru að morgni þess 14. Þessar 6 Vampire orrustuþotur voru fyrstu flugvélarnar knúnar þotumótor til þess að fljúga yfir Atlanshafið.
Takk fyrir þennan fróðleik Sigurjón. Við breytum ártalinu til samræmis.