Myndskeið

Síðasti bærinn í dalnum - tilraunir

1950, 2:18 min, Þögul

Óskar Gíslason (1901-1990) var einn helsti frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar og meðal þekktustu verka hans má nefna  Reykjavík vorra daga, Björgunarafrekið við Látrabjarg og Síðasti bærinn í dalnum. Hér má sjá Óskar og félaga hans Þorleif Þorleifsson við þriðja mann prófa sig áfram með kvikmyndabrellur sem síðar voru notaðar við gerð myndarinnar Síðasti bærinn í dalnum. Síðasti bærinn í dalnum er fyrsta leikna kvikmynd Óskars Gíslasonar og var tekin upp á Tannastöðum í Ölfusi, í Kershelli og í Kjósinni. Hún var frumsýnd árið 1950. Jórunn Viðar samdi tónlistina við myndina og var það fyrsta kvikmyndatónlist sem samin var á Íslandi við mynd í fullri lengd.

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Kommentarer

Reynir Oddsson Mon, 09/13/2021 - 00:28

Það er mjög ángjulegt að sjá þessar gömlu myndir Óskars og félaga. Þorleifur Þorleifsson sá mikli listamaður var listrænan í öllum verkum Óskars en hans er aldrei getið af vanþekkingu þeirra sem segja sögu Óskars. Þorleifur eða Lilli eins og hann var altaf kallaður átti án efa hugmyndina að kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnum og hann skrifaði handritið. Í þessu klippi virðist hann vera að sýna Óskari hverrnig eigi að setja atriði með tröllinu á svið fyrir töku. Annars vantar algjörlega skýringatexta við flesta þessara ágætu gömlu sögulegu kvikmyndabúta sem þið eruð að sýna frá Det Danske Filminstitut, þökk sé ykkur og þeim. Mange tak, en það þarf að gera betur!

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk