Myndir

Esjan kemur frá Danmörku árið 1945

1945, 3 min., Þögul

Myndin hefst á því að Gunnar Huseby kúluvarpari fær konungsbikarinn sem veittur var þeim sem náði besta afrekinu á 17. Júní mótinu, líklega árið 1945. Gunnar hlaut bikarinn árin 1941, 1944-1946 og 1948-1951. Bíkarinn afhendir Benedikt G. Waage forseti ÍSÍ. Einnig sést Erlendur Ó. Pétursson formaður KR með gjallarhorn stjórna mótinu.

Myndir af Lækjargötu og Bankastræti. Fólk á gangi í miðbæ Reykjavíkur. Líklega árið 1945.

Strandferðaskipið Esjan leggst að bryggju í Reykjavík mánudaginn 9. júlí 1945 með Íslendinga frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Mannfjöldi safnast saman við bryggjuna. Mikil eftirvænting var í Reykjavík og var hún fánum skreytt enda margir farþeganna að koma heim eftir langa dvöl erlendis í stríðinu. Emil Jónsson samgöngumálaráðherra flytur ræðu. Fólk gengur frá borði, miklir fagnaðarfundir. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri á þilfarinu. Sést yfir mannfjöldann sem safnast hafði saman við höfnina vegna þessa gleðidags.

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk