Myndskeið

Tónlistarfélagskórinn á ferð fyrir norðan

1951, 3:35 min, Þögul
Meðlimir Tónlistarfélagskórsins eru hífðir með körfu úr strandferðakipinu í árabát. Fólkið heldur för sinni áfram frá Vopnafirði til Húsavíkur þar sem sungið er í kirkjunni. Svo er gengið fylktu liði eftir bryggjunni.
Lestu hér

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Kommentarer

Björn Sveinsson Wed, 05/06/2020 - 00:43

Myndskeið byrjar með fólksútskipun í Borgarfirði Eystra, myndskeið sem sýnir Bakkagerði, þorpið í Borgarfirði og Borgarfjarðarsyrpa endar á "skoti" á Staðarfjallið og Álfaborgina. Þá er myndskeið frá Vopnafirði. Fólki skipað út, sennilega við Skála á Langanesströnd. Þá er silgt fyrir Langanesfont og myndskeið frá Húsavík.

Víðir Már Hermannsson Wed, 11/25/2020 - 08:52

Ég tek undir allt sem Björn segir fyrir utan Skála á Langanesströnd... það myndbrot er frá Bakkafirði .. ég þekki það, þar sem ég bjó þar í 27 ár.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk