Myndskeið

Heyskapur á Hvanneyri

1924, 3:03 min, Þögul

Heyskapur á Hvanneyri í Borgarfirði. Börn hlaupa um túnið og reyna að hjálpa til við heyskapinn. Kraftalegur maður brýnir ljáinn og slær vel sprottið tún. Heyvinnslutæki dregin af hestum. Hey flutt á hestvagni að hlöðunni og híft inn með vélknúinni talíu. Bændaskóli var stofnaður á Hvanneyri árið 1889 en í dag er þar starfræktur Landbúnaðarháskóli Íslands.

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Kommentarer

Bjarni Guðmundsson Mon, 08/31/2020 - 19:51

Í myndskeiðinu Heyskapur á Hvanneyri kemur fyrir maður, nakinn í beltisstað, sem slær ákaflega þar á Hvanneyrarengjum. Það mun vera Þorgils Guðmundsson sem þar var kennari og ráðsmaður um skeið, seinna kennari í Reykholti. Hestaýtan er sk Hvanneyarýta, sem hugtak var á þessum árum. Mótor með spili lyfti heyi af fjórhjóla vögnum inn í hlöðu, en fjórhjóla heyvagnar tíðkuðust óvíða nema á Hvanneyri. Snúningsvélin er með göfflum og er líklea ein fyrsta vél til heysnúnings sem beitt var héræendis.

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk