Heyskapur á Hvanneyri í Borgarfirði. Börn hlaupa um túnið og reyna að hjálpa til við heyskapinn. Kraftalegur maður brýnir ljáinn og slær vel sprottið tún. Heyvinnslutæki dregin af hestum. Hey flutt á hestvagni að hlöðunni og híft inn með vélknúinni talíu. Bændaskóli var stofnaður á Hvanneyri árið 1889 en í dag er þar starfræktur Landbúnaðarháskóli Íslands.
Staðsetning
Topics
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Í myndskeiðinu Heyskapur á Hvanneyri kemur fyrir maður, nakinn í beltisstað, sem slær ákaflega þar á Hvanneyrarengjum. Það mun vera Þorgils Guðmundsson sem þar var kennari og ráðsmaður um skeið, seinna kennari í Reykholti. Hestaýtan er sk Hvanneyarýta, sem hugtak var á þessum árum. Mótor með spili lyfti heyi af fjórhjóla vögnum inn í hlöðu, en fjórhjóla heyvagnar tíðkuðust óvíða nema á Hvanneyri. Snúningsvélin er með göfflum og er líklea ein fyrsta vél til heysnúnings sem beitt var héræendis.