Myndskeið

Æðarvarp

1939, 3:02 min, Þögul

Sýnt frá æðarvarpi við grýtta strönd. Það er stuðlaberg í fjörunni, líklega í námunda við Hofsós. Kollur og blikar liggja á hreiðrum og leita að æti í fjörunni. Það eru egg og æðardúnn í hreiðrunum. Æðarbóndinn gengur um, ber eggin upp að sólinni til að skoða hvort þau séu stropuð. Hann safnar dúninum í poka og gengur vel frá hreiðrinu aftur. Árabátur með fjórar manneskjur innbyrðis lendir í fjörunni. Strigapokum kastað á land. Karlar og konur sitja í hvannarbreiðu og borða hvannarstilka. Kona skoðar hvort egg sé stropað. Eggjum safnað í fötu. Ósjálfbjarga ungi staulast um og krían steypir sér úr loftinu. Álftarungar vagga sér á gáróttum vatnsfletinum.

Lestu hér

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk