Myndskeið

Austurland í sumarblíðu

1950, 1:55 min, Þögul

Ferðast um Austurland í sumarblíðu. Sjá má húsdýr á sveitabæ. Maður fer yfir jökulsá á Dal í kláfferju. Komið er við á Möðrudal og við Möðrudalskirkju. Herðubreið skartar sínu fegursta í kvöldsólinni.

Lestu hér

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Kommentarer

Björn Sveinsson Wed, 05/06/2020 - 01:04

Mynskeið hefst við bæ sem mér hefur ekki tekist að staðsetja frekar en hvolpinn. Þá er myndskeið frá kláf yfir Jökulsá á Dal sem er staðsettur innan við Skjöldólfsstaði (sek 14-19). Myndskeið sek 20-22 er við Jökulsá á Dal beint neðan við bæinn Brú. Sjá má hvar vegagerð er byrjuð að brúnni sem tekin var í notkun 1953. Myndir eru af manni draga sig yfir ána á kláfnum sem er rétt neðan við óbyggða brúna og myndir af árgili ofan og neðan kláfs. Myndir eru af manni ganga að gamla bænum á Brú, "skot" af Eiríksstaðahnefli og tjaldbúðum skammt neðan bæjar á Brú. Þá er mynd af Snæfelli vestanverðu og þar næst mynd sem tekin er til norðurs vestan Jökulsár á Dal innan Kárahnjúka, og sést fremri Kárahnjúkur greinilega. Mynd er trúlega tekin innan Sauðár. Næst birtast af Möðrudalsbænum og kirkjuturninum þar. Herðubreið og brúin yfir Jökulsá á Fjöllum og kvöldstemmingar sem ég er ekki viss um hvar eru.

Björn Sveinsson Wed, 05/06/2020 - 10:26

Bærinn sem birtist fyrst í myndinni er Gilsá á Jökuldal, innan við Sköldólfsstaði, nú í eyði. Konan á bæjarhlaði þar er Gunnhildur Hjarðar sem bjó þar 1952-1956. Því er kvikmyndin trúlega frá 1952 eða 1953 því brúin á Jökulsá á Dal við Brú var tekin í notkun 1953.

Kvikmyndasafn Íslands Tue, 05/12/2020 - 12:49

Bestu þakkir fyrir viðbótarupplýsingar.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk