Innlit á vinnustofu Ásmundar Sveinssonar við Sigtún í Reykjavík. Halldór Laxness kemur í heimsókn. Listamennirnir ganga um garðinn og virðast hafa ýmislegt að spjalla um. Þá eru sýndar svipmyndir af þekktum höggmyndum Ásmundar. Má þar nefna Veðurspámann, Móður jörð, Fýkur yfir hæðir og Vatnsberann. Stór útgáfa af verkinu Sonatorrek er í vinnslu í garðinum.
Staðsetning
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina