Það var mikið um dýrðir á Melavellinum í tilefni af Alþingishátíðinni 1930. Hátíðin var sett af Benedikt Waage, forseta ÍSÍ. Sýnt er frá keppni í langstökki karla, fimleikum kvenna, spretthlaupi kvenna og stangarstökki karla. Íþróttafélögin sem mættu til keppni þennan dag voru: Glímufélagið Ármann, Glímufélag Reykjavíkur, Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR), Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR), Knattspyrnufélag Vestmannaeyja (KV), Knattspyrnufélagið Þjálfi frá Hafnarfirði, Sundfélagið Ægir og Ungmennafélagið Drengur úr Kjós.
Staðsetning
Topics
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina