Um 40 þúsund manns voru saman komin á Þingvöllum. Hátíðin hófst með messu í gjánni við Öxarárfoss. Sr. Jón Helgason biskup prédikaði. Miklar tjaldbúðir höfðu verið reistar á svæðinu.
Þing var sett hjá Lögbergi að viðstöddum dönsku konungshjónunum, sænska ríkisarfanum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðherra, setti hátíðina með ræðu. Forseti sameinaðs alþingis, Ásgeir Ásgeirsson, flutti hátíðarræðu og Páll Ísólfsson stjórnaði hljómsveitinni við flutning á kantötu sem hann samdi fyrir tilefnið. Á sér palli sátu: Kristján X ásamt Alexandrínu drottningu, Sehested, hirðmær, Jón Sveinbjörnsson konungsritari. Þá má sjá Gústaf Adolf, Magnús Sigurðsson, bankastjóra Landsbanka Íslands og Matthías Þórðarson þjóðminjavörð.
Staðsetning
Topics
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina