Bæjarbúar á Neskaupstað viðra sig og fara í erindi á mildum degi. Einhverjir skreppa í búðina, aðrir sækja málningu. Maður á stórri gröfu vinnur við hafnarframkvæmdir.
Staðsetning
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Góðan dag. Árið er líklega 1970 því elsta systir mín sem þarna birtist í upphafi er fædd 1969
Takk Sigríður. Gaman að þú komst auga á systur þína þarna. Ertu mögulega skyld myndatökumanninum Jóhanni Zoega? Við höfum leiðrétt ártalið á þessu myndskeiði en myndin í heild er mögulega tekin á nokkurra ára tímabili, því þarna er t.d. Sundmeistaramót Íslands 1966.