Myndskeið

Síðasti bærinn í dalnum - tilraunir

1950, 2:18 min, Þögul

Óskar Gíslason (1901-1990) var einn helsti frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar og meðal þekktustu verka hans má nefna  Reykjavík vorra daga, Björgunarafrekið við Látrabjarg og Síðasti bærinn í dalnum. Hér má sjá Óskar og félaga hans Þorleif Þorleifsson við þriðja mann prófa sig áfram með kvikmyndabrellur sem síðar voru notaðar við gerð myndarinnar Síðasti bærinn í dalnum. Síðasti bærinn í dalnum er fyrsta leikna kvikmynd Óskars Gíslasonar og var tekin upp á Tannastöðum í Ölfusi, í Kershelli og í Kjósinni. Hún var frumsýnd árið 1950. Jórunn Viðar samdi tónlistina við myndina og var það fyrsta kvikmyndatónlist sem samin var á Íslandi við mynd í fullri lengd.

Lestu hér

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk