Hér má sjá Gunnar Huseby taka við Konungsbikarnum á Melavellinum árið 1941. Gunnar einn mesti afreksmaður Íslands í íþróttum og vann Konungsbikarinn fyrir besta afrek 17. júní mótsins oftar en nokkur annar eða 1941, 1944-46 og 1948-51. Hann vann fyrstur Íslendinga Evrópumeistaratitil í íþróttum er hann sigraði í kúluvarpi á Evrópumeistaramótinu í Ósló 1946. Varði hann titilinn fjórum árum síðar í Brussel og setti þá Norðurlandamet, varpaði 16,74 metra, en það var Íslandsmet til ársins 1967.
Staðsetning
Topics
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina