Myndskeið

Austurland í sumarblíðu

1950, 1:55 min, Þögul

Ferðast um Austurland í sumarblíðu. Sjá má húsdýr á sveitabæ. Maður fer yfir jökulsá á Dal í kláfferju. Komið er við á Möðrudal og við Möðrudalskirkju. Herðubreið skartar sínu fegursta í kvöldsólinni.

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Kommentarer

Björn Sveinsson Wed, 05/06/2020 - 01:04

Mynskeið hefst við bæ sem mér hefur ekki tekist að staðsetja frekar en hvolpinn. Þá er myndskeið frá kláf yfir Jökulsá á Dal sem er staðsettur innan við Skjöldólfsstaði (sek 14-19). Myndskeið sek 20-22 er við Jökulsá á Dal beint neðan við bæinn Brú. Sjá má hvar vegagerð er byrjuð að brúnni sem tekin var í notkun 1953. Myndir eru af manni draga sig yfir ána á kláfnum sem er rétt neðan við óbyggða brúna og myndir af árgili ofan og neðan kláfs. Myndir eru af manni ganga að gamla bænum á Brú, "skot" af Eiríksstaðahnefli og tjaldbúðum skammt neðan bæjar á Brú. Þá er mynd af Snæfelli vestanverðu og þar næst mynd sem tekin er til norðurs vestan Jökulsár á Dal innan Kárahnjúka, og sést fremri Kárahnjúkur greinilega. Mynd er trúlega tekin innan Sauðár. Næst birtast af Möðrudalsbænum og kirkjuturninum þar. Herðubreið og brúin yfir Jökulsá á Fjöllum og kvöldstemmingar sem ég er ekki viss um hvar eru.

Björn Sveinsson Wed, 05/06/2020 - 10:26

Bærinn sem birtist fyrst í myndinni er Gilsá á Jökuldal, innan við Sköldólfsstaði, nú í eyði. Konan á bæjarhlaði þar er Gunnhildur Hjarðar sem bjó þar 1952-1956. Því er kvikmyndin trúlega frá 1952 eða 1953 því brúin á Jökulsá á Dal við Brú var tekin í notkun 1953.

Kvikmyndasafn Íslands Tue, 05/12/2020 - 12:49

Bestu þakkir fyrir viðbótarupplýsingar.

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk