Margt fólk var samankomið hjá Álafossi þann 22. júní þar sem Sigurjón Pétursson, eigandi ullarverksmiðjunnar Álafoss, fagnaði Vestur-Íslendingum með fánahyllingu. Karlakór Reykjavíkur skemmti með söng og á sviðinu voru sýndar leikmyndir með þjóðlegu ívafi. Auk þess var sýnt frá knattleik í Varmánni og dýfingum. Séra Jónas Sigurðsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga í Winnipeg, þakkaði móttökurnar.
Staðsetning
Efnisorð
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina