Myndskeið

Keflavíkurflugvöllur

1948, 0:44 min, Þögul

Flugvél American Overseas Airlines á Keflavíkurflugvelli. Sjá má bandaríska flugmenn við hlið vélarinnar og farþega stíga frá borði.

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Kommentarer

Sigurjón Valsson Thu, 04/30/2020 - 02:47

Fjögurra hreyfla flugvélin er Douglas DC-4 frá American Overseas Airlines. Bláa tveggja hreyfla flugvélin er De Havilland dH-98 Mosquito frá RAF Transport Command. Fjögurra hreyfla flugvélin sem kemur í mynd þar á eftir er Avro York einnig frá RAF Transport command.
Myndskeiðið af þessum tveimur bresku herflugvélum er tekið milli 12 og 14 júlí 1948, en þessar flugvélar voru fylgdarvélar 6 De Havilland Vampire orrustuþotna sem komu hingað seinni part dags þann 12 og fóru að morgni þess 14. Þessar 6 Vampire orrustuþotur voru fyrstu flugvélarnar knúnar þotumótor til þess að fljúga yfir Atlanshafið.

Ísland á filmu Thu, 04/30/2020 - 11:49

Takk fyrir þennan fróðleik Sigurjón. Við breytum ártalinu til samræmis.

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk