Myndir af jarðhitasvæði með sjóðandi vatnshverum. Það rýkur úr Varmánni. Gróðurhús hafa verið reist í Mosfellssveit. Þar eru m.a. ræktaðir tómatar, vínber og afskorin blóm. Garðyrkjumaður sker upp nellikkur og fleiri blóm.
Staðsetning
Efnisorð
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Mér sýnist að þessi kvikmynd sé ekki frá Hveragerði, alla vega stærstur hluti kvikmyndarinnar sem er tekinn úti. Landslagið og húsin sem sjást að hluta í bakgrunni eru alla vega ekki í Hveragerði.
Takk fyrir ábendingua Njörður. Við erum búin að komast að því að það eru Suður-Reykir í Mosfellssveit sem sjást í þessu myndskeiði. Við lögum þetta.
Í tíð föður míns Arnaldar Þór sem keypti garðyrkjustöðina Blómvang í Mosfellssveit ca. 1945-1946 af Bueskov dönskum manni sem flutti aftur til Danmerkur. Vínviður (vínber), nellikur og tómatar var ræktað í gróðurhúsunum þegar ég var barn. Miðað við staðhætti í myndbrotinu gæti ég trúað að myndir úr gróðurhúsunum séu mikið frá Blómvangi og eflaust einnig Reykjum ( sem seinna varð Bjarg).