Myndir

Grænlandsför Súðarinnar 1949

Árni Stefánsson, 1949, 22 min., Þögul
DA

Súðarleiðangurinn til Grænlands 1949 á vegum Útvegs H/F. Skipstjóri var Bernharður Pálsson, en leiðangursstjóri var Steindór Hjaltalín. Súðin lagði upp frá Reykjavík í júlí árið 1949 og hafði bækistöð í Færeyingahöfn á Grænlandi. Um borð í Súðinni var 60-70 manna áhöfn, þar af 30-40 ungar íslenskar konur. Þá fóru einnig með sem farþegi Stefán Jónsson fréttamaður Ríkisútvarpsins, Örlygur Sigurðsson listmálari og Árni Stefánsson bifvélavirki, sem tók þessa mynd í ferðinni. Myndin sýnir lífið um borð í skipinu en einnig stórmerkilegar myndir af heimsókn Íslendinganna upp á land þar sem heimafólk var heimsótt. Fallegar myndir af þorpum, hundahaldi og kajakróðri setja mikinn svip á þessa einstöku mynd.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk