Myndir

Fréttamynd - Íslenskir þættir

1946, 15 min., Þögul

Nokkrar myndir sem Árni Stefánsson tók af ferðum og viðburðum á Íslandi á fimmta áratug síðustu aldar. Meðal annars má sjá páskaferð upp á Kjöl á Willys jeppum og myndir af sömu jeppum í fleiri torfærum. Merkilegar myndir af vélsleða á ferð á Rauðavatni í febrúar árið 1947, þar sem skíðafólk er dregið um í snjónum á ísilögðu vatninu. Vígsla björgunarstöðvar Slysavarnafélags Íslands í Örfirisey árið 1946. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Sigurgeir Sigurðsson biskup Íslands blessar björgunarstöðina. Björgunarbáturinn Þorsteinn settur á flot og björgunarlínu sést skotið. Nokkrar myndir frá 100 ára afmælishátið Menntaskólans í Reykjavík árið 1946, þar sem gamlir nemendur og fleiri fagna. Að lokum má sjá hátíðarhöld  í Reykjavík á 17. júní árið 1946. Á Austurvelli leggja Sveinn Björnsson, forseti Íslands, og Ólafur Thors, forsætisráðherra, blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Á íþróttamótinu á Melavelli sést íþróttafólk leika listir sínar í fimleikum og frjálsum íþróttum, meðal annars spretthlaupi og kúluvarpi.

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista styrkti stafvæðingu þessa efnis með styrk úr Innviðasjóði.

 

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk