Myndefni frá Ísafirði frá 16. og 17. júlí 1966, þegar bærinn fagnaði 100 ára afmæli sínu. Skrúðganga í blíðvirði og Björgvin Sighvatsson forseti bæjarstjórnar flytur ræðu, Birgir Finnsson alþingismaður Vestfirðinga flytur aðalhátíðarræðuna. Sunnukórinn undir stjórn Ragnars H. Ragnar syngur. Bjarni Benediktsson flytur ræðu og að því loknu fulltrúar vinabæja Ísafjarðar á Norðurlöndunum sem færðu bænum gjafir. Brynjólfur Jóhannesson flytur gamanþátt. Fimleikaflokkur úr Ármanni sýnir listir sínar. Guðmundur Jónsson og Svala Nilsen syngja og þjóðdansar dansaðir. Þjóðbúningasýning á vegum Kvenfélagsins Hlífar. Myndefnið er ekki í tímaröð miðað við dagskrá hátíðahaldanna.
Staðsetning
Efnisorð
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina