
Finnsku forsetahjónin Urho Kekkonen og Sylvi Kekkonen í opinberri heimsókn til Íslands. Þau lenda á Reykjavíkurflugvelli 14. ágúst árið 1957. Ásgeir Ásgeirsson forseti og Dóra Þóhallsdóttir forsetafrú taka á móti forsetahjónunum. Almenningi heilsað við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu áður en haldið er í Háskóla Íslands og á Þjóðminjasafnið. Bessastaðir og móttaka í Melaskóla þar sem Gunnar Thoroddsen borgarstjóri tekur á móti þeim.
Þingvellir heimsóttir áður en flogið er til Akureyrar þar sem móttaka á sér stað við Akureyrarkirkju. Forsetarnir koma víða við, meðal annars í Reykjahlíð og á Geiteyjarströnd þar sem vel fer á með Kekkonen og ábúendum. Kekkonen rennir fyrir lax. Að lokum er komið að kveðjustund á Reykjavíkurflugvelli 19. ágúst 1957.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gengdi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.
Kvikmyndataka
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina