Myndir

Kekkonen Finnlandsforseti á Íslandi 1957

1958, 15 min., Þögul
DA

Finnsku forsetahjónin Urho Kekkonen og Sylvi Kekkonen í opinberri heimsókn til Íslands. Þau lenda á Reykjavíkurflugvelli 14. ágúst árið 1957. Ásgeir Ásgeirsson forseti og Dóra Þóhallsdóttir forsetafrú taka á móti forsetahjónunum. Almenningi heilsað við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu áður en haldið er í Háskóla Íslands og á Þjóðminjasafnið. Bessastaðir og móttaka í Melaskóla þar sem Gunnar Thoroddsen borgarstjóri tekur á móti þeim.

Þingvellir heimsóttir áður en flogið er til Akureyrar þar sem móttaka á sér stað við Akureyrarkirkju. Forsetarnir koma víða við, meðal annars í Reykjahlíð og á Geiteyjarströnd þar sem vel fer á með Kekkonen og ábúendum. Kekkonen rennir fyrir lax. Að lokum er komið að kveðjustund á Reykjavíkurflugvelli 19. ágúst 1957.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gengdi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk