Myndir

Ásgeir Ásgeirsson í Skaftafellssýslu

1958, 22 min., Þögul
DA

Forsetahjónin, Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir, í opinberri heimsókn í Austur-Skaftafellssýslu í júlí árið 1958. Með þeim í för er m.a. Haraldur Kröyer, forsetaritari. Flugvélin TF-ISH, Douglas Dakota. Svipmyndir af Suðurlandi úr flugvélinni. 'A Höfn í Hornafirði taka Jón Kjartansson, sýslumaður Skaftfellinga, og Vilborg Stefánsdóttir, sýslumannsfrú á móti forsetahjónunum. Fyrir framan Kaupfélag Austur-Skaftfellinga safnast fólk saman og kór syngur.

Ferðast um Almannaskarð að Stafafelli í Lóni. Bjarnarneskirkja. Ásgeir Ásgeirsson gengur fremstur í flokki og við hlið hans er séra Rögnvaldur Finnbogason, sóknarprestur og séra Sváfnir Sveinbjarnarson, prófastur. Næst koma sýslumannshjónin Jón Kjartansson og Vilborg Stefánsdóttir ásamt fleirum.

Í Öræfum leika sér krakkar. Hofskirkja, torfkirkja. Ásgeir og Dóra við kirkjuna ásamt Sigurði Arasyni, Sigurður Björnssyni frá Kvískerjum og Páli Þorsteinssyni, þingmanni Austur-Skaftfellinga.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gengdi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk