Myndir

Forsetaheimsókn í Keflavík 1944 og 1955

1955, 6 min., Þögul
DA

Sveinn Björnsson, forseti Íslands, í opinberri heimsókn til Keflavíkur í september árið 1944. Alfreð Gíslason lögreglustjóri í Keflavík tekur á móti Sveini. Ung stúlka, Anna Þorgrímsdóttir afhendir Sveini blómvönd. Skrúðganga. Skátar fremstir í flokki með íslenska fánann. Komið að sjúkrahúsinu sem var í byggingu. Keppt í boðsundi í sundlauginni.

Opinber heimsókn forsetahjónanna til Keflavíkur í júní árið 1955. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, tekur á móti þeim og einnig Valtýr Guðjónsson, bæjarstjóri Keflavíkur. Þá heilsa forsetahjónin bæjarfógetafrúnni, Vigdísi Jakobsdóttur og bæjarstjórafrúnni, Elínu Þorkelsdóttur. Skrúðganga í skrúðgarðinn þar sem móttökuhátíð hefst. Að henni lokinni er Keflavíkurkirkja heimsótt, Séra Björn Jónsson stendur fyrir utan kirkjuna. Ýmsar byggingar bæjarins skoðaðar: Sjúkrahúsið, barnaskólinn í Keflavík, gagnfræðaskólinn, sundhöll Keflavíkur og hafnarsvæði Keflavíkur.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk