
Sveinn Björnsson, forseti Íslands, í opinberri heimsókn til Keflavíkur í september árið 1944. Alfreð Gíslason lögreglustjóri í Keflavík tekur á móti Sveini. Ung stúlka, Anna Þorgrímsdóttir afhendir Sveini blómvönd. Skrúðganga. Skátar fremstir í flokki með íslenska fánann. Komið að sjúkrahúsinu sem var í byggingu. Keppt í boðsundi í sundlauginni.
Opinber heimsókn forsetahjónanna til Keflavíkur í júní árið 1955. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, tekur á móti þeim og einnig Valtýr Guðjónsson, bæjarstjóri Keflavíkur. Þá heilsa forsetahjónin bæjarfógetafrúnni, Vigdísi Jakobsdóttur og bæjarstjórafrúnni, Elínu Þorkelsdóttur. Skrúðganga í skrúðgarðinn þar sem móttökuhátíð hefst. Að henni lokinni er Keflavíkurkirkja heimsótt, Séra Björn Jónsson stendur fyrir utan kirkjuna. Ýmsar byggingar bæjarins skoðaðar: Sjúkrahúsið, barnaskólinn í Keflavík, gagnfræðaskólinn, sundhöll Keflavíkur og hafnarsvæði Keflavíkur.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum
Kvikmyndataka
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina