Myndir

Svíakonungur á Íslandi 1957

1957, 8 min., Þögul
DA

Svíakonungur Gustav Adolf VI og Louise drottning í opinberri heimsókn á Íslandi, 30. júní, 1957. Á Bessastöðum má meðal annarra sjá Hermann Jónasson, Guðmund Í. Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen og Ólaf Thors. Gengið til Bessastaðakirkju. Móttaka í Melaskóla áður en haldið er í Þjóðleikhúsið og svo á Gljúfrastein til Halldórs Laxness. Þingvellir heimsóttir þar sem konungshjónin fá leiðsögn Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi og Einari Ólafi Sveinssyni. Að lokum er konungi boðið á íþróttamót á Melavelli áður en hann er kvaddur frá Reykjavíkurflugvelli.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk