
Svíakonungur Gustav Adolf VI og Louise drottning í opinberri heimsókn á Íslandi, 30. júní, 1957. Á Bessastöðum má meðal annarra sjá Hermann Jónasson, Guðmund Í. Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen og Ólaf Thors. Gengið til Bessastaðakirkju. Móttaka í Melaskóla áður en haldið er í Þjóðleikhúsið og svo á Gljúfrastein til Halldórs Laxness. Þingvellir heimsóttir þar sem konungshjónin fá leiðsögn Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi og Einari Ólafi Sveinssyni. Að lokum er konungi boðið á íþróttamót á Melavelli áður en hann er kvaddur frá Reykjavíkurflugvelli.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.
Kvikmyndataka
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina