Myndir

Noregskonungur á Íslandi

1961, 7 min., Þögul
DA

Ólafur Noregskonungur í opinberri heimsókn á Íslandi 31. maí til 3. júní árið 1961. Mannfjöldi tekur á móti konungi sem keyrir í gegnum Reykjavík. Í Fossvogskirkjugarði leggur Ólafur konungur blómsveig á minnisvarða um fallna Norðmenn í Síðari heimsstyrjöldinni. Norskir sjóliðar marsera hjá Fossvogskapellu. Ólafur konungur heimsækir Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið þar sem Kristján Eldjárn þjóðminjavörður tekur á móti honum. Forseti og Noregskonungur við Bessastaðirkirkju og á Þingvöllum. Farið með lóðsbáti um borð í konungssnekkjuna Norge ásamt Pétri Sigurðssyni forstjóra Landhelgisgæslunnar, Sigurði Sigurjónssyni lögreglustjóra og ráðherrum. Komið í land í Hvalfirði og Reykholt í Borgarfirði heimsótt. Stutt skot af Bifröst.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk