Myndir

Ásgeir Ásgeirsson innsetning 1952

1952, 2 min., Þögul
DA

Innsetning forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar til embættis þann 1. ágúst árið 1952. Jón Ásbjörnsson forseti Hæstaréttar gengur með forseta að Dómkirkjunni í Reykjavík. Sigurgeir Sigurðsson biskup og Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú ganga á eftir. Sjá má Emil Jónsson, Sigurð Sigurjónsson lögreglustjóra, Hermann Jónasson og fleiri. Gengið til Alþingishússins á meðan mikill fjöldi fólks fylgist með. Ásgeir vinnur eiðstaf og undirritar við skrifborð Jón  Sigurðssonar.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk