Forsetahjónin Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir í opinberri heimsókn í Þingeyjarsýslur í júlí árið 1955.
Ásgeir rennir fyrir fisk af varðskipinu Þór áður en lagt er við bryggju á Raufarhöfn. Séra Ingimundur Ingimundarson messar í Raufarhafnarkirkju. Að lokum heimsækja forsetahjónin Þórshöfn og Svalbarðseyri.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina