DA
Fréttamynd Sigurðar G. Norðdahl af þessum sögulegu óeirðum á Austurvelli.
Þann 30. mars árið 1949 lá fyrir Alþingi að greiða atkvæði um það hvort að Ísland myndi ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO. Fylkingar mynduðust meðal andstæðinga inngöngunnar og meðal þeirra sem voru hlynnt henni. Augljós spenna var í loftinu þennan merkilega dag og hópur andstæðinga hélt fund við Miðbæjarskólann. Því næst hélt hópurinn á Austurvöll til að mótmæla inngöngunni. Á meðan hafði hópur NATO-sinna myndað vörð utan um Alþingi til að vernda það fyrir mögulegum ágangi. Á myndunum sést hvernig sló í brýnu á milli fylkinganna og þá sérstaklega milli mótmælenda og lögreglu. Loks var táragasi beitt til að dreifa mannfjöldanum.
Margir kvikmyndatökumenn voru viðstaddir þennan atburð og skjalfestu hann nokkuð vel og frá ólíkum sjónarhornum. Þessi fréttamynd Sigurðar G. Norðdahl er ein þeirra mynda sem sýndar voru almenningi og viðbrögðin við henni fóru alveg eftir flokkslínunum.
Kolbeinn Rastrick vann rannsókn á Kvikmyndasafni Íslands um það kvikmyndaefni sem til er af óeirðunum og er hlekkur að ritgerð hans hér á síðunni.
Links:
Er sjón sögu ríkari?
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina