DA
                Fyrri hluti af sjaldséðri litmynd eftir Loft Guðmundsson, einn fremsta kvikmyndagerðarmann Íslendinga um og fyrir miðja síðustu öld. Í myndinni ferðumst við um Ísland og sjáum landið rúmum 20 árum eftir að Loftur braut blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar með myndinni Ísland í lifandi myndum (sem einnig má finna hér á síðunni). Myndin um sýnir helstu kennileiti Íslands og við kynnumst landsins gagni og nauðsynjum. Til dæmis er farið um Reykjavík, Borgarfjörð, Hóla í Hjaltadal, Akureyri og Mývatn.
Myndin kom út í nokkrum útgáfum og er þessi sem hér birtist sú heillegasta sem enn er til og er varðveitt á Kvikmyndasafni Íslands.
 
                          
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina