Myndir

Ísland, seinni hluti

1949, 44 min., Þögul
DA

Sjaldséð litmynd eftir Loft Guðmundsson, einn fremsta kvikmyndagerðarmann Íslendinga um og fyrir miðja síðustu öld. Í myndinni ferðumst við um Ísland og sjáum landið rúmum 20 árum eftir að Loftur braut blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar með myndinni Ísland í lifandi myndum (sem einnig má finna hér á síðunni). Myndin um sýnir helstu kennileiti Íslands. Til dæmis er farið um Reykjavík, Borgarfjörð, Hóla í Hjaltadal, Akureyri og Mývatn og við kynnumst landsins gagni og nauðsynjum.


Myndin kom út í nokkrum útgáfum og er þessi sem hér birtist sú heillegasta sem enn er til og er varðveitt á Kvikmyndasafni Íslands.
 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk