Svipast um í Keflavík á sjötta áratug síðustu aldar. Sjá má skip í slipp og fólk við ýmiss konar störf í bænum. Krakkar eru fyrirferðamiklir í bæjarlífinu þar sem þau „teika“ hertrukk bandarískra hermanna, leika knattspyrnu með bílskúrshurð sem mark, skemmta sér í snjónum og fylgjast gaumgæfilega með kvikmyndatökunni. Ýmiss kennileiti bæjarins má sjá bregða fyrir eins og Keflavíkurkirkju, barnaskólanum í Keflavík og Keflavíkurhöfn þar sem lína er undirbúin fyrir veiðar áður en haldið er út á miðin. Í landi sjást fagleg vinnubrögð í frystihúsinu við að gera fiskinn kláran til útflutnings.
Njáll Þóroddsson var kennari sem tók nokkrar kvikmyndir á sjötta áratug síðustu aldar. Litast um í Keflavík er ein þeirra og veitir mannlega og merkilega sýn inn í lífið í bænum um miðja síðustu öld.
Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista styrkti stafvæðingu þessa efnis með styrk úr Innviðasjóði.
Land
Kvikmyndataka
Leikstjórn
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina