Myndir

Öskjugos 1961

1961, 17 min., Þögul
DA

Myndir af eldgosi sem hófst í Öskju árið 1961 og ferðum vísindamanna að því. Meðal annarra sjást Sigurður Þórarinsson, Guðmundur Sigvaldason, Þorleifur Einarsson og Steingrímur Hermannsson ganga um borð í flugvélina TF-VOR, Beechcraft Model 50 Twin Bonanza. Björn Pálsson var flugstjóri. Fallegar loftmyndir af gossvæðinu. Þá var jeppaferð að gosinu með Dodge Weapon þar sem hraunið var rannsakað og fallegar myndir teknar af glóandi hrauninu í myrkri. Þriðja ferðin er svo fjölskylduferð sem farin var nokkru síðar um gossvæðið. Þar sést Víti og Öskjuvatn ásamt nýrunnu hrauni.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk