DA
Myndir teknar af sjómannaverkfallinu árið 1950 þar sem sjá má mikinn fjölda togara og báta í Reykjavíkurhöfn. Þegar verkfallinu lauk má sjá sjómenn gera að netum, dæla olíu og ferma ís á skipin áður en lagt var aftur út á miðin. Fyrsti díseltogari Íslendinga, Hallveig Fróðadóttir, siglir út úr Reykjavíkurhöfn.
Myndir af kjörfundi í Laugarnesskóla þar sem sjá má fólk ganga á kjörstað, fá kjörgögn og ganga til klefa áður en það setur atkvæði sitt í kjörkassa.
Bygging Írafossvirkjunar í Soginu um 1950, stöðin sjálf var tekin í gagnið árið 1953.
Gos úr Geysi í Haukadal, oft var gos framkallað með því að setja mikið af sápu í hverinn.
Að lokum er svipmyndir af dýrum í dýragarðinum í Kaupmannahöfn.
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina