Myndir

Sigurður G. Norðdahl (kvikmyndir)

1950, 27 min., Þögul
DA

Myndir teknar af sjómannaverkfallinu árið 1950 þar sem sjá má mikinn fjölda togara og báta í Reykjavíkurhöfn. Þegar verkfallinu lauk má sjá sjómenn gera að netum, dæla olíu og ferma ís á skipin áður en lagt var aftur út á miðin. Fyrsti díseltogari Íslendinga, Hallveig Fróðadóttir, siglir út úr Reykjavíkurhöfn.
Myndir af kjörfundi í Laugarnesskóla þar sem sjá má fólk ganga á kjörstað, fá kjörgögn og ganga til klefa áður en það setur atkvæði sitt í kjörkassa. 
Bygging Írafossvirkjunar í Soginu um 1950, stöðin sjálf var tekin í gagnið árið 1953. 
Gos úr Geysi í Haukadal, oft var gos framkallað með því að setja mikið af sápu í hverinn.
Að lokum er svipmyndir af dýrum í dýragarðinum í Kaupmannahöfn.

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk