
Opinber heimsókn Sveins Björnssonar forseta um Austurland í ágúst 1944.
Sveinn Björnsson á varðskipinu Ægi. Norðfjörður, Neskaupstaður. Bátar frá Norðfirði taka á móti skipinu með því að sigla með því í höfn. Jónas Thoroddsen, bæjarfógeti, tekur á móti Sveini þegar hann kemur í land. Ragnar Pétursson, bæjarstjóri Neskaupsstaðar, Ingvar Pálmason, þingmaður Suður-Múlasýslu, og Lúðvík Jósepsson, þingmaður Suður-Múlasýslu heilsa Sveini. Jónas Thoroddsen ávarpar samkomuna á bryggjunni. Íþróttafólk stendur heiðursvörð fyrir forsetann, fremstur í flokki er Stefán Þorleifsson, íþróttakennari, með íslenska fánann. Fólk safnast saman í Skrúðgarðinum í Neskaupstað og þar heldur Sveinn Björnsson ræðu. Ung stúlka afhendir Sveini blómvönd, líklega María Kolbrún Thoroddsen. Söngkór syngur í Skrúðgarðinum og síðar er sundlaugin í Neskaupstað skoðuð (síðar Stefánslaug, nefnd eftir Stefáni Þorleifssyni). Loks er gengið um bæinn áður en forsetinn er kvaddur á bryggjunni þar sem aftur er saman kominn fjöldi.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.
Land
Kvikmyndataka
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina