Myndir

Sveinn Björnsson á Austurlandi 1944

1944, 12 min., Þögul
DA

Opinber heimsókn Sveins Björnssonar forseta um Austurland í ágúst 1944.

Sveinn Björnsson á varðskipinu Ægi. Norðfjörður, Neskaupstaður. Bátar frá Norðfirði taka á móti skipinu með því að sigla með því í höfn. Jónas Thoroddsen, bæjarfógeti, tekur á móti Sveini þegar hann kemur í land. Ragnar Pétursson, bæjarstjóri Neskaupsstaðar, Ingvar Pálmason, þingmaður Suður-Múlasýslu, og Lúðvík Jósepsson, þingmaður Suður-Múlasýslu heilsa Sveini. Jónas Thoroddsen ávarpar samkomuna á bryggjunni. Íþróttafólk stendur heiðursvörð fyrir forsetann, fremstur í flokki er Stefán Þorleifsson, íþróttakennari, með íslenska fánann. Fólk safnast saman í Skrúðgarðinum í Neskaupstað og þar heldur Sveinn Björnsson ræðu. Ung stúlka afhendir Sveini blómvönd, líklega María Kolbrún Thoroddsen. Söngkór syngur í Skrúðgarðinum og síðar er sundlaugin í Neskaupstað skoðuð (síðar Stefánslaug, nefnd eftir Stefáni Þorleifssyni). Loks er gengið um bæinn áður en forsetinn er kvaddur á bryggjunni þar sem aftur er saman kominn fjöldi.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gegndi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.

 

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk