Myndskeið

Ásgeir Ásgeirsson kemur til Seyðisfjarðar

4:25 min

Forsetahjónin Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir, ásamt fylgdarliði, leggja úr höfn frá Reykjavík og sigla meðfram suðurströnd landsins. Þau koma í land á Seyðisfirði þar sem mikill fjöldi heimamanna tekur á móti þeim. Gunnþór Björnsson, forseti bæjarstjórnar stendur fremstur á bryggjunni og ávarpar forsetahjónin. Erlendur Björnsson, bæjarfógeti Seyðisfjarðar og sýslumaður býður hjónin velkomin. Jóhannes Skúlason, bæjarstjóri, og Kristín Sigurðardóttir, bæjarstjórafrú, heilsa forsetahjónunum. Skrúðganga að Seyðisfjarðarkirkju.

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gengdi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.

 

Þetta myndskeið er úr kvikmynd

Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.

Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!

myndskeið í nágrenninu

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk