
Forsetahjónin Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir koma um borð í varðskipið Þór í Reykjavíkurhöfn og halda af stað í opinbera heimsókn á Austurland í ágúst árið 1954. Með hjónunum í för er Páll Ásgeir Tryggvason, fulltrúi úr utanríkisráðuneytinu. Svipmyndir af siglingunni til Seyðisfjarðar.
Forsetahjónin koma í land á Seyðisfirði. Gunnþór Björnsson, forseti bæjarstjórnar stendur fremstur á bryggjunni og ávarpar forsetahjónin. Erlendur Björnsson, bæjarfógeti Seyðisfjarðar og sýslumaður, býður hjónin velkomin. Jóhannes Skúlason, bæjarstjóri, og Kristín Sigurðardóttir, bæjarstjórafrú, heilsa forsetahjónunum. Skrúðganga að Seyðisfjarðarkirkju, svo er Sundhöll Seyðisfjarðar skoðuð ásamt samkomuhúsinu Herðubreið.
Við stofnun lýðveldis á Íslandi var Vigfús Sigurgeirsson gerður að sérstökum ljósmyndara hins nýja forsetaembættis. Þeirri skyldu gengdi hann í forsetatíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar og skrásetti marga merkilega viðburði og ferðalög þeirra bæði á ljós- og kvikmyndum.
Land
Kvikmyndataka
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina