Myndir

Fjölskylda Óskars Gíslasonar III

1946, 23 min., Þögul

Myndefni úr fórum Óskars Gíslasonar ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Hér er um að ræða samsett myndbrot sem Óskar hefur tekið upp á ólíkum tímabilum, aðallega af fjölskyldu sinni og vinum. Einnig eru inn á milli kvikmyndir þar sem Óskar hefur verið að prófa sig áfram með nýja tækni, svo sem hjóðupptökur og lýsingu. Óskar (1901-1990) var einn helsti frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar og meðal þekktustu verka hans má nefna Björgunarafrekið við Látrabjarg, Reykjavík vorra daga og Síðasti bærinn í dalnum. Þessi kvikmynd veitir veitir innsýn í persónulegt líf Óskars. Oft er myndavélin gripin með á góðum stundum og beint að eiginkonu Óskars, Edith Gíslason, í sínu daglega lífi eða börnum þeirra að leik jafnt sumar sem vetur.

Lestu hér

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk