Myndir

Fjölskylda Óskars Gíslasonar I

1957, 37 min., Þögul

Myndefni úr fórum Óskars Gíslasonar ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Óskar (1901-1990) var einn helsti frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar og meðal þekktustu verka hans má nefna  Reykjavík vorra daga, Björgunarafrekið við Látrabjarg og Síðasti bærinn í dalnum. 

Þessi kvikmynd samanstendur af myndbrotum sem Óskar tók upp á ólíkum tímabilum, aðallega af fjölskyldu sinni og vinum. Má þar nefna leiki barnanna í garðinum heima, jól, afmæli og lautarferðir á Þingvelli. Einnig eru inn á milli upptökur þar sem Óskar hefur verið að prófa sig áfram með nýja tækni. Til dæmis tilraunir sem hann gerði með Þorleifi Þorleifssyni samstarfsmanni sínum, fyrir upptökur á kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnum. Hún er fyrsta leikna kvikmynd Óskars Gíslasonar og var tekin upp á Tannastöðum í Ölfusi, í Kershelli og í Kjósinni og var frumsýnd árið 1950. Jórunn Viðar samdi tónlistina við myndina og var það fyrsta kvikmyndatónlist sem samin var á Íslandi við mynd í fullri lengd.

 

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk