Myndir

Fjölskylda Óskars Gíslasonar I

1957, 37 min., Þögul

Myndefni úr fórum Óskars Gíslasonar ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Óskar (1901-1990) var einn helsti frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar og meðal þekktustu verka hans má nefna  Reykjavík vorra daga, Björgunarafrekið við Látrabjarg og Síðasti bærinn í dalnum. 

Þessi kvikmynd samanstendur af myndbrotum sem Óskar tók upp á ólíkum tímabilum, aðallega af fjölskyldu sinni og vinum. Má þar nefna leiki barnanna í garðinum heima, jól, afmæli og lautarferðir á Þingvelli. Einnig eru inn á milli upptökur þar sem Óskar hefur verið að prófa sig áfram með nýja tækni. Til dæmis tilraunir sem hann gerði með Þorleifi Þorleifssyni samstarfsmanni sínum, fyrir upptökur á kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnum. Hún er fyrsta leikna kvikmynd Óskars Gíslasonar og var tekin upp á Tannastöðum í Ölfusi, í Kershelli og í Kjósinni og var frumsýnd árið 1950. Jórunn Viðar samdi tónlistina við myndina og var það fyrsta kvikmyndatónlist sem samin var á Íslandi við mynd í fullri lengd.

 

Lestu hér

Kommentarer

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk