Piltarnir Haraldur og Árni koma sér fyrir í tjaldinu. Þeir sækja mjólk á bænum Alviðru og fá sér í svanginn. Þá fara þeir í leiðangur til að kynna sér umhverfi sitt í Þrastaskógi. Þeir finna hátt og mikið reynitré sem kallað er Tryggvatré, eftir Tryggva Gunnarssyni, fyrrum alþingismanni, en hann gaf ungmennafélögunum skóginn. Niðri við vatnið er bátur sem þeir hafa nú til afnota. Piltarnir hrinda bátnum á flot og róa honum yfir vatnið.
Staðsetning
Topics
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina