Myndir

Fransk-íslenski Vatnajökulsleiðangurinn

1951, 38 min., Þögul

Fransk-Íslenski Vatnajökulsleiðangurinn sem farinn var árið 1951. Aðalviðfangsefni leiðangursins var að mæla þykkt Vatnajökuls með bergmálsmælingum. Ekið var upp frá Breiðamerkurjökli og komið niður við Hornafjörð. Leiðangursmenn voru Jón Eyþórsson, Alan Joset, Sigurjón Rist, Stephan Sanvelian ásamt Árna Stefánssyni myndatökumanni. 


Ferðast er upp á jökulinn á snjóbílum langa og erfiða leið áður en hægt er að tjalda á snjóbreiðunni í Esjufjöllum. Mælingarnar eru gerðar og það er mikið og erfitt verk að koma mæltækjunum fyrir. 


Í myndinni má sjá einn fyrsta vísinn á kvikun mynda á Íslandi þar sem Árni lýsir því hvernig mælingarnar fara fram á einfaldan máta með teiknimynd þegar rúmar 24 mínútur eru liðnar af myndinni. Hann sýnir einnig leiðina yfir jökulinn með kvikun á korti af Vatnajökli.

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista styrkti stafvæðingu þessa efnis með styrk úr Innviðasjóði.

Athugasemdir

Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina

CAPTCHA
Dette spørgsmål er for at teste om du er et menneske og for at undgå spam.

Athugasemdir

Það þarf að samþykkja athugasemd þína áður en hún birtist á vefnum.
Hafið samband við Kvikmyndasafn Íslands ef upp koma tæknileg vandamál Sjá kvsi@kvikmyndasafn.is.
Viltu kaupa afrit af myndinni eða klippt? Hafðu samband filmarkivet@dfi.dk