Fransk-Íslenski Vatnajökulsleiðangurinn sem farinn var árið 1951. Aðalviðfangsefni leiðangursins var að mæla þykkt Vatnajökuls með bergmálsmælingum. Leiðangursmenn voru Jón Eyþórsson, Alan Joset, Sigurjón Rist, Stephan Sanvelian ásamt Árna Stefánssyni myndatökumanni.
Ferðast er upp á jökulinn á snjóbílum langa og erfiða leið áður en hægt er að tjalda á snjóbreiðunni í Esjufjöllum. Mælingarnar eru gerðar og það er mikið og erfitt verk að koma mæltækjunum fyrir.
Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista styrkti stafvæðingu þessa efnis með styrk úr Innviðasjóði.
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina