Á opnunardaginn var Þjóðleikhúsinu lýst sem „musteri íslenskrar tungu“ og líka sem „vígvelli hugmynda“ en oft var húsið líka kallað Álfahöllin. Í þessu myndskeiði má sjá boðsgesti streyma að til vígslu Þjóðleikhússins árið 1950. Fjöldi fólks hefur líka safnast saman á Hverfisgötunni til að fylgjast með. Af myndunum að dæma hefur verið fremur svalt í veðri þótt það hafi átt að heita sumardagurinn fyrsti.
Staðsetning
Efnisorð
Þetta myndskeið er úr kvikmynd
Ef þú þekkir staði, fólk eða annað sem sést í myndinni getur þú klippt myndskeið úr henni.
Það er líka velkomið að bæta inn athugasemdum með þínu myndskeiði Gerðu þitt eigið myndskeið!
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina